Herjólfur siglir ekki vegna ölduhæðar

Önnur ferð Herjólfs, kl. 11:30 frá Vestmannaeyjum og kl. 13 frá Landeyjahöfn, fellur niður í dag vegna ölduhæðar í Landeyjahöfn.

Ölduhæð við Landeyjahöfn var 3,3 metrar klukkan 6 í morgun en 2,8 m klukkan 10.

Athugun klukkan 13:00 með þriðju ferð dagsins (14:30 úr Vestmannaeyjum og 16:00 frá Landeyjahöfn).

Farþegar eru vinsamlega beðnir að fylgjast með fréttum á herjolfur.is, facebook síðu herjólfs og síðu 415 í Textavarpi RUV.

Uppfært kl. 10:05.

Fyrri greinMaðurinn fannst heill á húfi
Næsta greinTafir á umferð vegna fjárrekstra