Herjólfur siglir til Landeyjahafnar

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar á morgun, 29. desember, og falla ferðir ferjunnar til hafnarinnar því ekki niður eins og ráð hafði verið fyrir gert.

Að sögn Guðmundar Pedersens, rekstrarstjóra Herjólfs, „kemur það á óvart að höfnin skuli hafa haldist opin eftir veðrið um jólahelgina“.

„Dýpið virðist ekki vera hindrun. Vindur og veður gæti hins vegar sett strik í reikninginn. Spáin næstu daga er góð, eins langt og við sjáum. Það eina sem við getum sagt við farþeganna er að fylgjast vel með áætlun. Ölduspáin fyrir Landeyjahöfn er góð fram yfir áramótin. Spáð er ágætisveðri til 2. janúar en ég ítreka að þetta eru spár og þeim ber að taka með fyrirvara sem slíkum,“ segir Guðmundur á mbl.is.

Fyrri greinRekstur Sólheima tryggður út janúar
Næsta greinÞjófurinn klippti á rafmagnssnúru