Hermann Marinó Maggýarson hefur verið ráðinn í stöðu varðstjóra sjúkraflutninga við Heilbrigðisstofnun Suðurlands frá 1. september næstkomandi. Hann var valinn úr hópi tíu umsækjenda.
Hermann er fæddur árið 1977. Hann lauk námi sem sjúkraflutningamaður í febrúar 2000, lauk námi í einkaþjálfaraskólanum 2001, auk þess sem hann lauk námi í bifreiðasmíði 2004, námskeiði í neyðarflutningum 2004, námi atvinnuslökkviliðsmanns 2009.
Hermann hefur réttindi leiðbeinanda í skyndihjálp. Hermann hefur einnig sótt sér námskeið í Endurmenntun Háskóla Íslands á sviði stjórnunar, teymisvinnu og sálgæslu.
Hermann hefur langan, farsælan og fjölbreyttan starfsferil að baki, hann hefur tekið að sér ýmis konar verkefni þar sem krafist er hæfileika til stjórnunar, skipulags verkferla og vinnu undir miklu álagi.