Breskir hermenn sem dvöldu í Kaldaðarnesi í seinni heimsstyrjöldinni heimsóttu Selfoss í gær en þá voru, upp á dag, 70 ár liðin frá því hermennirnir komu í Kaldaðarnes.
Hermennirnir skoðuðu meðal annars minnisvarða sem þeir vígðu í samskonar heimsókn fyrir 11 árum. Þá voru fleiri í hópnum, sextán menn en í gær sneru sex þeirra aftur.
Að auki skoðuðu þeir „Ekki safnið“, safn Einars Elíassonar í einu flugskýlanna á Selfossflugvelli. Þar eru munir frá mörgum aðilum sem hafa safnast í gegnum tíðina m.a. mótor úr Hudson flugvél sem fórst á Hellisheiði stríðsárunum auk margra muna tengdum veru hersins í Kaldaðarnesi.