Vegna veirufaraldra sem nú geisa í samfélaginu hefur verið ákveðið að takmarka tímabundið heimsóknir til sjúklinga á legudeildum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við einn gest á heimsóknartíma.
Heimsóknargestir eiga að vera með grímu meðan þeir dvelja á deildunum og mega ekki vera með einkenni frá öndunarvegi, þar á meðal flensueinkenni eða kvef.
„Tilgangurinn með þessum takmörkunum er að draga úr líkum á því að smit berist inn á deildir HSU,“ segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU.