Í lok janúar var stofnað hestamannafélag nemenda við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Fundurinn var ágætlega fjölmennur og komu upp margar tillögur um starfsemi félagsins.
Hjördís Björg Viðjudóttir var sjálfkjörin í embætti formanns en með henni í stjórn eru Þórólfur Sigurðsson, Berglind Rós Bergsdóttir og Ingi Björn Leifsson og vonast stjórnarmenn eftir löngum og blómlegum lífsferli félagsins.
Félagið var stofnað til að vera einskonar rammi utan um úrtökuna fyrir framhaldskólamótið í hestaíþróttum og annan félagskap hestamanna innan skólans. Einnig sem það hvetur til allra nýjunga og að hestamenn skoði allar hliðar hestamennskunnar.
Til að framfylgja því ætlar félagið að efna til margra námskeiða og keppna, þar sem verður leitað til frábærrar þekkingar sem fyrir er bæði á Suðurlandi og annarstaðar.