Félagar úr Björgunarfélagi Árborgar og Björgunarsveitinni Sigurgeiri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi komu til aðstoðar á bóndabæ á Skeiðunum síðdegis í dag og björguðu hesti upp úr gjótu.
Hesturinn hafði fallið í gjótuna en var bjargað lifandi í hús. Yngra tryppi var dautt í gjótunni þegar bóndinn kom að þeim. Notast var við skotbómulyftara af næsta bæ og traktorsgröfu til að sinna verkinu.
Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að netið, sem sjá má á myndunum hér fyrir neðan, hefur oft verið notað áður við að bjarga bæði hrossum og nautgripum upp úr skurðum og haughúsum.