Tíu umferðarslys voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku, öll án slysa á fólki.
Síðastliðinn fimmtudag drapst hestur sem varð fyrir dráttarvél á Bræðratunguvegi. Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar til og hreinsuðu slökkviliðsmenn vettvanginn. Lögreglan vinnur úr því að finna út hver er eigandi hrossins, en það var ekki örmerkt.
Ökumaður bíl sem lenti útaf Eyrarbakkavegi í gær er grunaður um að hafa verið ölvaður við aksturinn. Maðurinn gisti fangageymslur meðan honum rann áfengisvíman en var sleppt morguninn eftir að lokinni yfirheyrslu.