Fjölskyldu- og landbúnaðarsýningin Hey bóndi 2019 verður haldin í Félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli næstkomandi laugardag, þann 2. nóvember frá kl. 10-17.
Það er Fóðurblandan sem stendur fyrir sýningarhaldinu en líkt og fyrri ár verður fullt hús af sýnendum ásamt áhugaverðum fyrirlestrum.
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar Erfðagreiningar verður með fyrirlestur auk þess verður fjöldi annarra áhugaverðra fyrirlestra, skemmtiatriði frá Latabæ, grín og glens frá Hundi í óskilum fyrir unga sem aldna og síðast en ekki síst vöfflur og kaffi í boði fyrir svanga.
Á svæðinu verður bæði inni- og útisýning en meðal annars verður DeLaval VMS v300 mjaltaþjónn til sýnis. Kynningar verða á nýsköpun í landbúnaði og vörur til sölu beint frá býli og tilboð á fjölda vara.