Hey! of þungar rúllur!

Lögreglan að störfum. sunnlenska.is/Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir

Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði ökumann á Eyrarbakkavegi en hann ók jeppa með óskráða kerru í eftirdragi og á henni voru tvær heyrúllur.

Kerran var vigtuð og reyndist hún vera vel yfir þeim 750 kílógrömmum sem hemlalaus kerra má vera. Ökumaðurinn má búast við sekt vegna þessa.

Þá hafði lögreglan einnig afskipti af rútubílstjóra í Mýrdalnum sem reyndist ekki hafa ökumannskort í ökurita. Bæði bílstjórinn og rekstraraðili bílsins voru sektaðir fyrir brotið.

Einn ökumaður var að auki kærður í síðustu viku fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur.

Fyrri greinStolt af því að geta lagt sitt af mörkum
Næsta greinFjölbreytt og kröftugt atvinnulíf