Kerhólsskóli í Grímsnesi var settur þann 22. ágúst síðastliðinn. Við það tækifæri kvöddu nemendur og starfsfólk fráfarandi skólastjóra Hilmar Björgvinsson, en hann hefur tekið við starfi aðstoðarskólastjóra við Lindaskóla í Kópavogi.
Nemendur og starfsfólk færðu Hilmari m.a birkitré og grænmetiskörfu úr sveitinni með þökkum fyrir samstarfið á undanförnum árum og óskum um velfarnað í nýju starfi.
Nýr skólastjóri er Sigmar Ólafsson en aðrir umsækjendur um stöðuna voru Birna Björk Reynisdóttir, Guðrún Pétursdóttir, Gylfi Þorkelsson, Íris Reynisdóttir, Jóhanna Sævarsdóttir, Jón Einar Haraldsson Lambi og Sigurður Blöndal.