Hinn látni var að skima eftir norðurljósum

Rannsókn á banaslysinu á Suðurlandsvegi á Sólheimasandi miðar vel. Karlmaðurinn sem lést var kínverskur ferðamaður fæddur 1971.

Hann var í hópi tíu Kínverja sem voru á ferðalagi um Ísland á tveimur bílum.

Skömmu fyrir slysið stöðvaði hópurinn á Sólheimasandi rétt hjá þeim stað þar sem slóði niður að flugvélaflakinu fræga er. Þar var bílunum lagt fyrir utan veg og öll ljóst slökkt. Hinn látni, við annan mann fór út, að talið er til að skima eftir norðurljósum.

Í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að sendiráð Kína hafi séð um samskipti við aðstandendur hins látna og lögreglu.

Fyrri greinJörð skalf við Húsmúla
Næsta greinÖlvaður ökumaður velti langt út fyrir veg