Maðurinn sem lést í gær þegar hann féll í Hlauptungufoss í Brúará var um þrítugt og frá Katar. Hann var hér á ferðalagi ásamt fjölskyldu sinni þegar slysið varð.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.
Tildrög slyssins eru í rannsókn, en ekki er grunur um að það hafi borið að með saknæmum hætti. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins.