Síðustu daga hefur verið sannkölluð hitabylgja í Veiðivötnum, lygnt og sólríkt. Síðustu tvo daga fór hitinn vel yfir 25°C sem er hæsti hiti sem mælst hefur á hálendinu í júlímánuði á mælum Veðurstofu Íslands.
Við svona aðstæður verða menn og fiskar latir. Í fyrstu viku júlímánaðar fór hiti í Veiðivötnum iðulega niðurundir frostmark, og 5. júlí var vægt frost.
Í fimmtu veiðivikunni (17. – 23. júlí) veiddust 1.349 fiskar, 700 urriðar og 649 bleikjur. Alls hafa 9.199 fiskar komið á land í vötnunum það sem af er sumri.
Í vikunni veiddist best í Nýjavatni, 441 fiskur. Litlisjór var næst með 363 fiska.