Í tilefni 50 ára afmælis Hitaveitu Flúða og nágrennis ákvað stjórn veitunnar að styrkja Björgunarfélagið Eyvind á Flúðum um hálfa milljón króna sem þakklætisvott fyrir óeigingjarnt og ómetanlegt starf í þágu samfélagsins.
Styrkurinn rennur til kaupa á tetra stöðvum en á myndinni sem fylgir fréttinni er stjórn Eyvindar ásamt Hannibal Kjartanssyni, hitaveitustjóra, með tetrahandstöðvarnar sem sveitin hefur þegar fengið afhentar.