Heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson hefur úthlutað 132 milljónum króna úr framkvæmdasjóði aldraða fyrir árið 2014 til ellefu verkefna.
Verkefnunum er ætlað að stuðla að bættum aðbúnaði aldraðra og bæta öryggi og gæði öldrunarþjónustunnar.
Tvö verkefni á Suðurlandi fengu úthlutað fjármunum; annars vegar Hjallatún í Vík í Mýrdal, sem hlaut 1,1 milljón króna vegna endurbóta á tveimur hjúkrunarrýmum og hins vegar Sólvellir á Eyrarbakka, sem fékk 1,3 milljónir króna fyrir hjúkrunarrými og fleira.
Hæsta framlagið rann til Öldrunarheimilis Akureyrar, alls 52 milljónir króna, vegna endurbóta á húsnæði, jafnt einstaklingsrýmum og sameiginlegu rými.