Hjálmlaus á vespu með tvo farþega

Í liðinni viku voru nítján ökumenn kærðir fyrir að aka of hratt í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. Flestir þeirra voru á þjóðvegum utan þéttbýlis en inn á milli leyndust ökumenn sem óku of hratt í þéttbýli.

Þar sáust tölur eins og 83 km/klst á 50 km/klst kafla og er þá rétt að rifja upp að nú eru margir að spreyta sig gangandi til og frá skóla í fyrsta sinn og því mikilvægt að allir taki höndum saman og gæti að sér að fylgja umferðarreglum.

Borist hafa ábendingar til lögreglu að undanförnu um akstur á vespum og rafvespum um götur á Selfossi og í Hveragerði þar sem ökumaður er ekki með hjálm og jafnvel með einn eða tvo farþega með í för.

Lögreglan brýnir fyrir foreldrum að láta slíkt ekki viðgangast og neita börnum sínum um leyfi til að nota þessi tæki ef reglum um notkun þeirra er ekki fylgt.

Fyrri greinGolfhönskum, bjór og sjónvarpi stolið
Næsta greinTólf keppendur frá Selfossi valdir í landslið