Hjólreiðamaður varð fyrir bifreið á móts við Breiðumörk 2 í Hveragerði á laugardagskvöld.
Við það féll hann af hjólinu og slasaðist á höfði og öxl, meiðsli hans reyndust þó ekki alvarleg. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á heilsugæslustöðina á Selfossi til rannsóknar og aðhlynningar.
Þegar slysið átti sér stað var farið að skyggja en ekkert ljós var á hjólinu né glit og maðurinn var ekki með hjálm.