Hjálmur bjargaði lífi drengs

Hjálmur bjargaði lífi 12 ára drengs á reiðhjóli þegar ekið var á hann á Selfossi síðdegis í gær.

Drengurinn var að hjóla yfir Eyraveginn á gangbraut við hringtorgið hjá Árvirkjanum þegar bíll sem var á leið inn í hringtorgið ók á hann. Drengurinn kastaðist upp á vélarhlíf bílsins og brotnaði framrúða bílsins þegar reiðhjólahjálmur drengsins skall á rúðunni.

Lögreglan telur líklegt að hjálmurinn hafi bjargað lífi drengsins og undirstrikar nauðsyn þess að nota hjálma við hjólreiðar.

Drengurinn slapp með mar og eymsli og var sendur heim að lokinni skoðun á Heilbrigðistofnun Suðurlands.

Fyrri greinMikil ánægja með hreinsunarátak
Næsta greinKattafangarinn með allar klær úti