Hjálparsveitin til aðstoðar í Kömbunum

Í Kömbunum í kvöld. Ljósmynd/HSSH

Fyrr í kvöld var Hjálparsveit skáta í Hveragerði kölluð út vegna fjölda bíla í vandræðum víða í Kömbum.

Talsverð hálka hafði myndast og snjór, sem saman gerðu það að verkum að fjöldi bíla komust ekki leiðar sinnar. Nokkrir smávægilegir árekstrar urðu og einhverjir lentu utan vegar.

Björgunarsveitarfólk á fjórum björgunarbílum ferjaði bæði fólk og bíla niður af Heiðinni, en í einhverjum tilfellum voru bílar skildir eftir þar sem þeir voru.

Aðgerðum var að mestu lokið nú á tíunda tímanum.

Fyrri greinHellisheiði lokað vegna hálku
Næsta greinÆsispenna í fyrsta heimasigri Hamars/Þórs