Hjálpsamir vegfarendur höfnuðu úti í skurði

Ekki urðu alvarleg slys á fólki þegar tveir bílar fóru út af Suðurlandsvegi vestan við Landvegamót um kl. 19 í kvöld.

Ökumaður jeppa missti stjórn á honum í mikilli hálku og hafnaði bíllinn á toppnum utan vegar. Hjálpsamir vegfarendur í næsta bíl á eftir reyndu að stöðva til að huga að fólkinu en ekki vildi betur til en svo að ökumaðurinn missti stjórn á bílnum og ók ofan í skurð, en bíllinn hélst þó á hjólunum.

Tveir voru í hvorum bíl og allir sluppu án teljandi meiðsla en fólkið í fyrri bílnum var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi til skoðunar.

Fyrri greinGuðmundur Þórarinsson í ÍBV
Næsta greinRafmagnsleysi á Selfossi