Hjartastuðtæki í þriðja lögreglubílinn

Konur úr Kvenfélagi Gaulverjabæjarhrepps, Kvenfélagi Grímsneshrepps og Kvenfélagi Skeiðahrepps komu færandi hendi á lögreglustöðina á Selfossi í síðustu viku og færðu lögreglunni að gjöf hjartastuðtæki til nota í lögreglubíl.

Lögreglan á Selfossi þakkar þessa höfðinglegu gjöf og er ljóst er að hún kemur sér vel og eykur öryggi þeirra sem búa eða dvelja í sýslunnu.

Þrír lögreglubílar embættisins eru nú búnir hjartastuðtækjum og búnaði til súrefnisgjafar. Fimmtán af 24 lögreglumönnum eru menntaðir sjúkraflutningamenn.

Fyrri greinRiðlarnir klárir í deildarbikarnum
Næsta greinUpplestur í Þorlákshöfn í kvöld