Hjólagrafa á hliðina

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hjólagrafa fór á hliðina í gær þar sem verið var að vinna að niðurrifi á gömlu hesthúsi í landi Gráhellu í Sandvíkurhreppi.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi gaf jarðvegurinn sig undan gröfunni þannig að hún valt á hliðina.

Meiðsli gröfustjórans voru minniháttar en nærstaddur aðili aðstoðaði hann úr vélinni og flutti á heilsugæsluna á Selfossi.

Fyrri greinUmferðartafir við Ytri-Rangá – Bilun í stofnlögn
Næsta greinSjötta tap Selfyssinga