Hjólhýsi brann til kaldra kola á hjólhýsasvæði í Þjórsárdal í nótt. Einn var í hjólhýsinu og náði hann að forða sér út án þess að slasast.
Neyðarlínan fékk tilkynningu um eldinn kl. 2:48 í nótt og var slökkvilið Brunavarna Árnessýslu í Árnesi sent á vettvang.
Slökkvistarf gekk vel en eldurinn læsti sig einnig í sólpalli og geymsluskúr á hjólhýsalóðinni.
Eldsupptökin eru í rannsókn hjá lögreglunni á Selfossi.