Ennþá er rólegur vöxtur í Gígjukvísl en samkvæmt mælingum Jarðvísindastofnunar Háskólans er útrennsli úr Grímsvötnum líklega lokið.
Því má búast við að hlaupið nái hámarki í dag.
Vert er að hafa í huga að brennisteinsvetni berst með hlaupvatninu þegar það kemur undan jökli. Styrkur þess mjög nálægt útfalli árinnar getur orðið svo mikill að það getur skaðað slímhúð í augum og öndunarvegi.