Mælir Veðurstofunnar í Markarfljóti við Einhyrningsflatir hefur sýnt áframhaldandi rafleiðniaukningu vegna jarðhitavatns sem lekur undan Entujökli. Búist er að hlaupið ná hámarki innan tíðar.
Smáhlaup úr Entujökli með mikilli lykt eru þekkt í Fremri Emstruá. Þó hlaupin séu ekki stór þá geta þau skemmt göngubrú sem er yfir ánni.
Veðurstofan ítrekar að ekki er búist við mikilli hættu af hlaupvatninu, heldur af gasmengun við upptök árinnar og í lægðum í landslaginu umhverfis ánna.