Hlaupið í Skálm í rénun

Jökulhlaup í Skálm. sunnlenska.is/Marinó Fannar Garðarsson

Rafleiðni hefur farið hægt lækkandi í Skálm frá því seinnipartinn í gær og mælist nú um 220 µS/cm, ásamt því að vatnshæð ánnar hefur farið lækkandi.

Veðurstofan biður fólk um að sýna aðgát við upptök ánnar og nærri árfarvegnum þar sem gasmengun gæti verið á svæðinu. Tilkynning hefur borist um brennisteinslykt.

Enginn hlaupórói mælist að svo stöddu á jarðskjálftamælum við Mýrdalsjökul eins og mældist hlaupinu í Skálm þann 27. júlí síðastliðinn. Jökulhlaupið virðist vera í rénun en náttúruvárvakt VÍ mun halda áfram að vakta svæðið.

Fyrri greinJafnrétti, hugrekki og loftslagsaðgerðir á opnunarviðburði FKA
Næsta greinMálið sem þolir ekki ljósið