Hlaupið líklega í hámarki á miðvikudag

Í Skaftárdal. sunnlenska.is/Sigurður Hjálmarsson

Samkvæmt nýjustu mælingum má gera ráð fyrir að hlaupvatnið úr Eystri-Skaftárkatli nái niður að vatnhæðamæli við Sveinstind um klukkan sjö í kvöld.

Miðað við fyrri hlaup nær hlaupið þá hámarki við Sveinstind aðfararnótt miðvikudags.

Gera má ráð fyrir því að fyrstu merki hlaupsins komi fram við Eldvatn í nótt eða snemma í fyrramálið. Eftir það mun rennsli aukast jafnt og þétt og líklega ná hámarki við þjóðveg 1 síðla kvölds miðvikudag eða aðfaranótt fimmtudags.

Fyrri greinHamar-Þór fékk skell í bikarnum
Næsta greinFjöldatakmarkanir rýmkaðar í réttum