Hlaupinu í Múlakvísl lokið

Hlaup í Múlakvísl í október 2019. sunnlenska.is/Sigurður Hjálmarsson

Hlaupinu í Múlakvísl er lokið. Rafleiðni í ánni er komin í eðlilegt horf miðað við árstíma og rennsli hefur minnkað.

Þetta kemur fram í athugasemdum vakthafandi sérfræðings hjá Veðurstofunni.

Hlaupið náði hámarki um miðja síðustu viku en þá var mikið í ánni miðað við árstíma, en þó minna en hámarks sumarrennsli. Hlaup af þessari stærðargráðu eru vel þekkt í Múlakvísl.

Veðurstofan, Almannavarnir og viðbragðsaðilar á svæðinu fylgdust náið með framvindu mála en talsverð gasmengun fylgdi hlaupinu.

Fyrri greinMargir litlir skjálftar í Heklu
Næsta greinGestir fá að spreyta sig á þukli