GPS mælir Veðurstofunnar í Grímsvötnum sýnir að íshellan haldur áfram að síga og hefur hún sigið tæpa 10 metra frá því að hún mældist hæst.
Hlaupvatn er nú komið fram í Gígjukvísl og hefur vatnshæð þar hækkað smátt og smátt í gærdag og nótt. Vatnamælingamenn frá Veðurstofunni eru á leið á vettvang og munu þeir fylgjast með þróun hlaupsins og mæla rennsli í ánni.
Búast má við því að vatnshæð og rennsli haldi áfram að aukast í Gígjukvísl næstu daga. Jöklafræðingar Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands hafa birt spálíkan sem gerir ráð fyrir því að hámarksrennsli í þessum atburði verði náð kringum næstu helgi eða byrjun næstu viku.
Rennsli úr Grímsvötnum hefur vaxið hægar í þessu hlaupi en í Grímsvatnahlaup 2010, og miðað við nýjustu gögn er búist við að hámarksrennsli i Gígjukvísl verði um 4.000 m3/s. Engar líkur eru á að hlaupvatn fari í hinn gamla farveg Skeiðarár.