Enn á ný hafa félagar í Lionsklúbbnum Suðra fært heilsugæslustöðinni í Vík höfðinglegar gjafir. Um er að ræða tvær lífsmarkastöðvar sem nýtast einstaklega vel í daglegu starfi á heilsugæslustöðinni.
Með stöðvunum er á einfaldan og öruggan hátt hægt að mæla; púlshraða, blóðþrýsting, líkamshita og súrefnismettun í blóði.
Að auki gaf klúbburinn heilsugæslustöðinni handvirka blóðþrýstingsmæla í ýmsum stærðum og gæða hlustunarpípur.