Í dag kom hljómsveitin Slysh í Hveragerðiskirkju og afhenti styrk til Sjóðsins góða að upphæð 430 þúsund krónur.
Hljómsveitin hélt jólatónleika í Hveragerði í síðustu viku, sem seldist upp á og allar tekjur af miðasölu runnu til Sjóðsins góða. Auk þess safnaði hljómsveitin styrkjum meðal fyrirtækja í Hveragerði, hjá Ísfrost, Ölverk, Almari bakara og Garðyrkjustöðinni Ficus.
Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir sem veitti styrknum viðtöku fyrir hönd Sjóðsins góða og þakkaði piltunum fyrir þetta höfðinglega framlag sem kemur að góðum notum við úthlutun jólaaðstoðar.