Dýpkun í Landeyjahöfn hefur gengið hægt vegna óhagstæðs sjólags, einkum í hafnarmynninu þar sem brotna stakar stórar suðvestan öldur og taka á dýpkunarskipinu.
Í vikuspá Siglingastofnunar sem gefin var út í dag er sagt að ef ölduspá gangi eftir séu sæmilegar líkur á að Landeyjahöfn opnist á föstudag, en það mun liggja fyrir síðla á miðvikudag.