Gott útlit er fyrir að nægjanlegt dýpi náist í Landeyjahöfn í dag til þess að ferjusiglingar til hafnarinnar geti hafist að nýju.
Á vef Siglingastofnunar kemur fram að í gær hafi verið unnið að dýpkun hafnarinnar þrátt fyrir stífan vind og voru bæði Perla og Skandia að störfum.
Dýptarmæling verður framkvæmd í dag og mun þá skýrast betur hvort nægjanlegt dýpi hafi náðst til að opna höfnina á nýjan leik.