Hópslysaæfing verður haldin á sumardaginn fyrsta við gömlu Þjórsárbrúna. Þar verða æfð viðbrögð við rútuslysi með töluverðan fjölda slasaðra og reynt að hafa æfinguna sem líkasta raunveruleikanum.
Viðbragðsaðilar á svæðinu verða allir með á æfingunni og undirbúningur hefur staðið yfir undanfarna mánuði. Í æfingastjórn eru Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri hjá Brunarvörnu Árnessýslu, Lárus Kristinn Guðmundsson í svæðisstjórn björgunarsveita, Víðir Reynisson fulltrúi hjá Lögreglustjóraembættinu á Suðurlandi og Styrmir Sigurðarson yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi hjá HSU.
Æfingin verður framkvæmd eins nálægt raunaðstæðum eins og hægt er og virkjuð verður aðgerðastjórn á Suðurlandi og samhæfingastöð almannvarna í Skógarhlíð. Meginmarkmið æfingarinnar er að stilla saman mismunandi viðbragaðsaðila og samhæfa viðbrögð og bjargir.