Hópslysaáætlun virkjuð vegna rútuslyss

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hópslysaáætlun var virkjuð vegna rútuslyss á Þjóðvegi 1, austan við Hala í Suðursveit, á sjöunda tímanum í kvöld. Þar fór lítil rúta með 20 manns innanborðs útaf veginum en enginn slasaðist alvarlega.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að betur hafi farið en á horfðist í fyrstu. Allir sem í rútunni voru hafa verið fluttir af vettvangi í skjól og búið er að opna veginn fyrir umferð að nýju. Gríðarleg hálka er á vettvangi.

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti fjóra á Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi og þrír aðrir voru fluttir með sjúkrabíl til Hornafjarðar og þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur.

Tildrög slyssins er í rannsókn hjá lögreglunni á Suðurlandi og tafir geta orðið á umferð á meðan frekari vettvangsvinna heldur áfram.

UPPFÆRT KL. 22:30

Fyrri greinUnnið dag og nótt við viðgerð á borholu
Næsta greinSkellur gegn botnliðinu