„Þetta er varnarsigur,“ segir Magnús Skúlason framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.
Fallið verður frá stórtækum niðurskurðartillögum í fjárlagafrumvarpinu þar sem ætlað var að fjárveitingar til HSu myndu dragast saman um 16% milli ára.
Nú er lögð til hagræðing upp á 7,5% á næsta ári.
„Mönnum er létt, en engu að síður þarf að skera eitthvað niður,“ segir Magnús.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT