Sveitakeppni HSK í boccia var haldin þann 7. desember síðastliðinn í íþróttahúsi Stokkseyrar. Keppendur voru 30 frá íþróttafélögunum Gný og Suðra.
Mótið gekk mjög vel, hörkukeppni og mikil gleði og margir áhorfendur komu til að fylgjast með. Mótið stóð frá kl. 11 til 18 og gátu keppendur nært sig á milli leikja á skyri og kókómjólk í boði MS. Að lokinni keppni gæddi fólk sér á pizzum á meðan spjallað var við vini og félaga en félagslegi þátturinn er ekki síður mikilvægur en keppnin sjálf.
Úrslit:
1. sæti Suðri B – Dagmar Ósk Héðinsdóttir, Ína Valsdóttir, Telma Þöll Þorbjörnsdóttir
2. sæti Suðri A –Kristján Gíslason, María Sigurjónsdóttir, Valdís Jónsdóttir
3. sæti Suðri C – Krístín Lára Sigurðardóttir, Matthías Gunnarsson, Reynir Ingólfsson