Fyrir síðasta sveitarstjórnarfundi Skaftárhrepps lá erindi frá sveitarfélaginu Hornafirði um að Skaftárhreppur taki afstöðu til hvort gera skuli hagkvæmniúttekt á sameiningu sveitarfélaganna Hornafjarðar, Skaftárhrepps og Djúpavogshrepps.
Sveitarstjórn Skaftárhrepps telur áhugavert að skoða kosti þessara sameiningar en útilokar ekki að farið verði í hagkvæmniúttekt á öðrum sameiningarkostum.
Sveitarstjórn tilnefndi Evu Björk Harðardóttur oddvita, Sverri Gíslason og Söndru Brá Jóhannsdóttur sveitarstjóra í samstarfsnefnd sem annast mun athugun málsins ef til þess kemur.