Hótel Rangá er fyrsta hótelið á Íslandi sem hægt er að skoða innandyra í gegnum kortin hjá Google Maps. Áhugasamir geta því „gengið“ um hótelið í gegnum forritið.
„Með Google Maps má skoða Hótel Rangá í einskonar sýndarveruleika. Þessi frábæra nýjung getur hjálpað ferðamönnum að ákveða hvert eigi að fara en með þessari tækni geta gestir okkar skoðað gagnvirkt í gegnum internetið það sem að við höfum upp á að bjóða,“ segir Ása Valdís Árnadóttir, markaðsstjóri Hótels Rangár.
Meðal annars er hægt að skoða veitingastaðinn og dást að útsýninu, líta inn í nokkur herbergi, sjá hótelið að utan og kíkja í stjörnuskoðunarhúsið.
Ýttu hér til að fara í göngutúr um Hótel Rangá