Til stendur að fjölga gangbrautum og hraðahindrunum í Hveragerði talsvert til að ná niður umferðarhraða og auka öryggi gangandi vegfarenda.
„Hámarkshraðinn er víðast 30 km á klukkustund hér en alltof margir geysast of hratt um göturnar,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í samtali við Sunnlenska. „Við leggjum áherslu á að drífa í þessu nú þar sem skólakrakkarnir fara núna að labba í skólann,“ segir hún.