Hraðakstur þrátt fyrir rysjótta tíð

Lögreglan að störfum. sunnlenska.is/Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir

Þrátt fyrir rysjótta tíð virðast ökumenn enn flýta sér á leið sinni um þjóðvegi umdæmis lögreglunnar á Suðurlandi.

Alls kærði lögreglan 24 ökumenn í liðinni viku fyrir hraðakstur. Fjórir þessara ökumanna reyndust vera á meira en 130 km/klst hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst.

Þrír voru kærðir fyrir að aka of hratt innan þéttbýlismarka á Selfossi.

Fyrri greinDagný skoraði sigurmark Íslands
Næsta grein30 manns vísað af ísnum