Lögreglan á Suðurlandi kærði tuttugu ökumenn í liðinni viku fyrir að aka of hratt um vegi í umdæminu. Af þeim voru þrettán á ferðinni á svæðinu við Vík og Kirkjubæjarklaustur.
Alls voru 2.228 ökumenn kærðir fyrir að aka of hratt um umdæmið árið 2020 en 3.924 árið á undan. Það er fækkun um rúm 43% á milli ára. Mestu munar þar um þann fjölda erlendra ferðamanna sem ekki skiluðu sér til landsins á síðasta ári.
„Rétt er að hafa í huga að árið 2018 voru 1.667 stöðvaðir vegna hraðakstursbrota og því er það stífa eftirlit sem við höfum verið að sinna að skila sér í þeim fjölda sem nú er undir. Áfram verður haldið með umferðareftirlitið enda ljóst að með því að sinna því vel er lögreglan að bjarga mannslífum. Flest alvarleg slys í umferðinni eru tengd með einhverjum hætti hraðakstri eða ástandi ökumanna,“ segir í dagbók lögreglunnar.