Hrafnhildur Hlín ráðin leikskólastjóri

Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri við nýjan leikskóla í Vesturbyggð í Þorlákshöfn. Hrafnhildur mun leiða vinnu við undirbúning opnunar leikskólans sem nú er í byggingu og bera ábyrgð á rekstri og starfsemi leikskólans.

Í tilkynningu frá Sveitarfélaginu Ölfusi segir að Hrafnhildur taki til starfa 1. febrúar næstkomandi en áætlað er að opna fjórar deildir haustið 2025.

Hrafnhildur Hlín hefur lokið prófi í leikskólakennarafræðum frá DK og mastersprófi í uppeldis- og kennslufræðum frá HÍ 2018. Hún hefur starfað í leikskólum bæði í Danmörku og hér á Íslandi m.a. sem aðstoðarleikskólastjóri. Nú síðustu ár hefur Hrafnhildur starfað sem hegðunarráðgjafi hjá skóla og velferðarþjónustu SVÁ og Hveragerðisbæ.

Fyrri greinVíðir leiðir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi
Næsta greinEkki allir í verkfall