Á níunda tímanum í kvöld voru fóru björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Hvolsvelli og Hellu til aðstoðar slösuðum ferðamanni á Fimmvörðuhálsi.
Um var að ræða tvær konur sem voru að ganga yfir hálsinn en í svokallaðri Bröttufönn hrasaði önnur og rann niður brekkuna.
Samkvæmt tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu er konan líklega ökklabrotin.
Björgunarmenn eru komnir að konunum og búnir að setja þá slösuðu í börur og vinna nú að því að koma henni í bíl og verður hún flutt á sjúkrahús í framhaldinu.
Má reikna með að björgunarmenn verði komnir með konuna niður á jafnsléttu í kring um miðnættið.