Nokkrar breytingar hafa orðið á svæðinu við eldstöðina á Fimmvörðuhálsi. Hraunið hefur breytt úr sér á stærra svæði, þar sem útsýnissvæðin eru, og hefur það brætt mikið af snjó og ís. Vatnið hefur runnið til norð-austurs og skorið sprungu í ísinn á rúmlega 600 m kafla.
Þessi sprunga er hættulega allri umferð á svæðinu og þeir sem fara þarna um eru hvattir til að sýna aðgát og leita til viðbragðsaðila á staðnum ef það vantar frekari upplýsingar.
Gönguleiðin frá Þórsmörk og uppá Morinsheiði er ekki við allra hæfi en víða þarf að fara um einstigi og brattar brekkur. Nokkuð hefur verið um það að fólk hafi slasast á þeirri leið, sumir illa. Allar aðstæður til björgunar eru mjög erfiðar á þessu svæði og hefur þurft að leita aðstoðar þyrlu í nokkrum tilvikum til að koma viðkomandi til bjargar.