Undirbúningur er hafinn af fullum krafti að hreinsunarstarfi og uppbyggingu á öskusvæðinu. Unnið er að opnun þjónustumiðstöðva á svæðinu.
Von á slökkvibílum, sem byrja á því að þrífa leikskólann, skólann og dvalarheimili aldraðra á Klaustri. Aðstoð slökkviliðanna við hreinsunarstörf er einnig að hefjast.
Jarðvísindastofnun Háskólans hefur efnagreint tvö öskusýni úr Grímsvatnagosinu. Lítið af flúor greindist í öskunni en Búnaðarfélag Suðulands varar við því að búfé drekki vatn úr rigningarpollum.
Á morgun, fimmtudag, mun heilbrigðisfulltrúi vera í fjöldahjálparstöðinni á Kirkjubæjarklaustri og meta neysluvatn. Hægt var að koma með neysluvatn til rannsóknar í félagsheimilið í dag og í fyrramálið. Íbúar Skaftárhrepps, sem ekki eru á samveitu Kirkjubæjarklausturs, eru sérstaklega hvattir til að notfæra sér þetta.