Hreinsunarstarf á bæjum undir Eyjafjöllum gekk mjög vel í gær en rúmlega 100 björgunarsveitarmenn mættu á svæðið og aðstoðuðu bændur á um 20 bæjum.
Björgunarmenn hreinsuðu þök, rennur og niðurföll og voru íbúar mjög þakklátir fyrir veitta aðstoð.
Hreinsunarstarf heldur áfram í dag og verða m.a. notaðir slökkvibílar frá Brunavörnum Árnesinga til þess að þrífa hús á svæðinu.