Hreppsnefnd Hrunamannahrepps hefur veitt samþykki sitt fyrir rannsóknarleyfi til Landsvirkjunar vegna áætlana um virkjun í Stóru-Laxá.
Þetta var ákveðið eftir að hreppsnefnd fundaði með fulltrúum Landsvirkjunar og Orkustofnunar þar sem farið var yfir forsendur beiðninnar.
Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri, segir að hreppsnefndin hafi ákveðið að gefa jákvæða umsögn eftir að ljóst varð að eingöngu er um að ræða rannsóknir sem eru algjörar frumrannsóknir og óvíst hvort nokkuð framhald verði á þeim eða frekari virkjanaumræðu.
Í ályktun hreppsnefndar segir að hagsmunum veiðiréttarhafa og náttúruperlunnar Stóru-Laxá verði aldrei fórnað í þágu orkuöflunar.