Sitjandi hreppsnefnd í Ásahreppi var öll endurkjörin en í Ásahreppi er óhlutbundin kosning.
Röð aðalmanna í hreppsnefnd er þessi:
1. Eydís Indriðadóttir, Ási 77 atkvæði
2. Egill Sigurðsson, Berustöðum 65 atkvæði
3. Ísleifur Jónasson, Kálfholti 42 atkvæði
4. Erlingur Jensson, Lækjarbrekku 42 atkvæði
5. Renata Henneman, Herríðarhóli 41 atkvæði
Á kjörskrá voru 134 og alls kusu 106 eða 79,1%.
Guðfríður Erla Traustadóttir, formaður kjörstjórnar, sagði í samtali við sunnlenska.is að talning hafi gengið vel en skiljanlega hafi tekið smá tíma að lesa af öllum seðlum.